Suðureyrarhreppur

Suðureyrarhreppur

Suðureyrarhreppur (áður Súgandafjarðarhreppur) var hreppur í Súgandafirði í Vestur-Ísafjarðarsýslu, kenndur við þorpið Suðureyri.
Hinn 1. júní 1996 sameinaðist Suðureyrarhreppur 5 öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum: Flateyrarhreppi, Ísafjarðarkaupstað, Mosvallahreppi, Mýrahreppi og Þingeyrarhreppi, undir nafninu Ísafjarðarbær.

Suðureyri er sjávarþorp sem stendur við sunnanverðan Súgandafjörð. Þar búa 320 manns. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Á móti þorpinu er fjall sem heitir Göltur, en toppurinn á því fjalli er flatur.
Svo segir í Landnámu: "Hallvarður súgandi var í orrostu mót Haraldi konungi í Hafrsfirði; hann fór af þeim ófriði til Íslands ok nam Súgandafjörð ok skálavík til Stiga ok bjó þar." Suðureyri er eini þéttbýliskjarninn í Ísafjarðarbæ sem býr við þau forréttindi að njóta jarðvarma.
Rétt innan við þorpið eru borholur, sem úr kemur nægilegt vatn til að hita öll húsin í þorpinu og auk þess sundlaugina, sem er eina útisundlaugin í Ísafjarðarbæ og öll hin glæsilegasta. Í botni Súgandafjarðar er einnig að finna vatnsaflsvirkjun, sem m.a. framleiðir rafmagn fyrir Súgfirðinga. Það má því segja, að Sjávarþorpið Suðureyri sé nokkurn veginn sjálfbært hvað orkuöflun varðar.

Súgfirðingar hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir glaðværð og gott mannlíf. Fjöldi félaga hefur verið starfandi í sjávarþorpinu og þar hafa leikarar, hagyrðingar og handverksfólk verið áberandi.
Flestir íbúanna eru starfandi í einu eða fleiri félögum og markmiðið hefur verið að gera gott samfélag enn betra og skemmtilegra. 1958 voru skráðar 14 bújarðir / lögbýli í Suðreyrarhreppi.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar