Við sem stöndum að Sveitinni Okkar / svo.is höfum mikinn áhuga á landsbyggðinni og sveitum landsins.

Markmið okkar er að skrá upplýsingar um allar jarðir á Íslandi, stærð þeirra búskaparhætti, ábúendur og allt sem er skemmtilegt að vita um hverja jörð fyrir sig.

Með tilkomu svo.is viljum við skapa skemmtilegan samskiptavef þar sem þessar upplýsingar eru settar framm með aðgengilegum hætti auk þess að bjóða öllum bændum og einstaklingum á Íslandi að auglýsa frítt með myndum í smáauglýsingum.

Við munum setja inn eina til þrjár JÁKVÆÐAR fréttir á dag sem fengnar verða af öðrum vefsíðum þannig að neikvæðar fréttir verða ekki til staðar í Sveitinni Okkar. Einnig munum við setja inn aðvarinir um færð og veður og ef eitthvað er áríðandi sem fólk þarf að vita.

Þegar við erum búin að koma síðunni vel af stað er markmiðið að bæta við fleiri gagnlegum upplýsingum og jafnvel vísnahorni þar sem aðilar geta komið kveðskap sínum á framfæri sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Höfum gaman af lífinu og brosum hvort til annars.

Sveitastjórinn.