Vestfirðir

Vestfirðir

Vestfirðir eru norðvesturhluti Íslands eða svæðið sem nær frá Gilsfirði, um Reykhólasveit, Barðaströnd og Patreksfjörð, Tálknafjörð, Arnarfjörð, Dýrafjörð, Önundarfjörð, Súgandafjörð og Ísafjarðardjúp, Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Hornstrandir, niður Strandir að botni Hrútafjarðar.

Norðurhluti Breiðafjarðar telst einnig til Vestfjarða. Frá Bitrufirði að botni Gilsfjarðar er stutt leið, og svæðið er þannig vel landfræðilega afmarkað.
Svæðið einkennist af djúpum fjörðum, miklu fuglalífi og auðugum fiskimiðum. Þar bjuggu á miðöldum helstu auðmenn Íslands. Áður fyrr byggði afkoma fólks að mestu leyti á sjósókn, hlunnindum og hefðbundnum búskap.

Á Vestfjörðum eru margir bæir og þorp þar sem afkoman byggir að stærstum hluta á sjávarútvegi og þjónustu.
Látrabjarg vestasti oddi Íslands er á Vestfjörðum.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu, en nú er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslu
Austur-Barðastrandarsýsla Norður-Ísafjarðarsýsla Strandasýsla Vestur-Barðastrandarsýsla Vestur-Ísafjarðarsýsla
Suðurland Austurland Norðurland eystra Norðurland vestra Suðurnes Höfuðborgarsvæði Vesturland Vestfirðir