Austurland

Austurland

Austurland er það landsvæði á Íslandi sem nær frá Langanesi að Eystrahorni. Að norðanverðu eru Bakkaflói og Héraðsflói, þar sem Jökulsá á Brú og Lagarfljót renna út í sjó, en síðan koma Fljótsdalshérað og Austfirðir.
Á Austurlandi eru tvær sýslur: Norður-Múlasýsla og Suður-Múlasýsla; og sveitarfélögin Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Mjóafjarðarhreppur, Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
Austur-Skaftafellssýsla Norður-Múlasýsla Suður-Múlasýsla
Suðurland Austurland Norðurland eystra Norðurland vestra Suðurnes Höfuðborgarsvæði Vesturland Vestfirðir