Vestur-Húnavatnssýsla

Vestur-Húnavatnssýsla

Vestur-Húnavatnssýsla er sýsla á Norðurlandi, milli Austur-Húnavatnssýslu og Strandasýslu. Nær hún frá Hrútafjarðará fyrir botni Hrútafjarðar að Víðidalsfjalli og Gljúfurá sem rennur í Hópið. Innan sýslunnar eru þrír firðir; Hrútafjörður, Miðfjörður og Húnafjörður - allir inn af Húnaflóa. Sýslan er alls 2580 km². Stærsti þéttbýlisstaður er Hvammstangi en einnig er vísir að þorpi á Laugarbakka og á Reykjum í Hrútafirði. Sýslunnar var fyrst getið árið 1552.
Staðarhreppur Fremri-Torfustaðarhreppur Ytri-Torfustaðarhreppur Hvammstangahreppur Kirkjuhvammshreppur Þverárhreppur Þorkelshólshreppur Vestur-Húnavatnssýsla