Múlahreppur

Múlahreppur

Múlahreppur (einnig kallaður Skálmarnesmúlahreppur) var hreppur í Austur-Barðastrandarsýslu.

Múlahreppur er nú allur í eyði.

Kirkja var á Skálmarnesmúla og á fyrri öldum þjónaði prestur staðnum. Á síðari öldum var Skálmarnesmúlasókn þjónað frá Flatey. Kvígindisfjörður, Kirkjuból á Bæjarnesi og Bær tilheyrðu þó Gufudalssókn.

Föst búseta lagðist af í sveitinni 1975, en þá voru allir bæir sveitarinnar farnir í eyði, síðastur Fjörður á Múlanesi.

Hinn 4. júlí 1987 sameinaðist hreppurinn hinum fjórum hreppum sýslunnar: Reykhólahreppi, Geiradalshreppi, Gufudalshreppi og Flateyjarhreppi undir nafni Reykhólahrepps.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar