Leiðvallahreppur

Leiðvallahreppur

Leiðvallarhreppur var hreppur í Vestur-Skaftafellssýslu, kenndur við bæinn Leiðvöll í Meðallandi, sem var þingstaður hreppsins en er nú í eyði. Til forna náði hreppurinn yfir þrjár sveitir: Meðalland, Álftaver og Skaftártungu, en var skipt í þrennt árið 1886. Vestan Kúðafljóts og Hólmsár varð að Álftavershreppi, ofan Hólmsár að Skaftártunguhreppi en austan Kúðafljóts hét áfram Leiðvallarhreppur. Hinn 10. júní 1990 sameinuðust hrepparnir þrír á ný og auk þess Kirkjubæjarhreppur og Hörgslandshreppur, undir nafninu Skaftárhreppur.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar