Dyrhólahreppur

Dyrhólahreppur

Dyrhólahreppur var hreppur sunnan Mýrdalsjökuls, vestast í Vestur-Skaftafellssýslu, kenndur við bæinn Dyrhóla.
Upphaflega náði hreppurinn frá Jökulsá á Sólheimasandi í vestri að Blautukvísl á Mýrdalssandi í austri, en árið 1887 var honum skipt í tvennt.
Hét vestari hlutinn áfram Dyrhólahreppur en sá eystri Hvammshreppur. Lágu mörk hreppanna um Dyrhólaós, Brandslæk og Búrfell.
Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 1. janúar 1984, þá undir nafninu Mýrdalshreppur.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar