Þingeyrarhreppur

Þingeyrarhreppur

Þingeyrarhreppur var hreppur sunnan megin Dýrafjarðar í Vestur-Ísafjarðarsýslu, kenndur við hinn forna þingstað Þingeyri. 1. apríl 1990 sameinaðist Auðkúluhreppur Þingeyrarhreppi og hélt hreppurinn síðarnefnda nafninu.
Hinn 1. júní 1996 sameinaðist Þingeyrarhreppur 5 öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum: Flateyrarhreppi, Ísafjarðarkaupstað, Mosvallahreppi, Mýrahreppi og Suðureyrarhreppi, undir nafninu Ísafjarðarbær.

Þingeyri er þéttbýlisstaður í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Þorpið stendur við sunnanverðan Dýrafjörð, á eyri undir Sandafelli, og er talinn draga nafn sitt af Dýrafjarðaþingi sem á árum áður var haldið á eyrinni.
Á Þingeyri bjuggu 260 manns 1. janúar 2011 en í öllum Dýrafirði bjuggu þá um 330 manns.

Þingeyrarhreppur var áður sérstakt sveitarfélag en sameinaðist fimm öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum 1. júní 1996. Þingeyri var verslunarstaður um langan aldur og þar er meðal annars vörugeymslu- eða pakkhús frá 18. öld.

Kauptún fór að myndast þar um miðja 19. öld og var þar þá meðal annars bækistöð bandarískra lúðaveiðimanna sem veiddu á Íslandsmiðum.

Aðalatvinnuvegur er og hefur verið sjávarútvegur og þjónusta við hann og elsta starfandi vélsmiðja landsins, stofnuð 1913, er á Þingeyri. Ferðaþjónusta er einnig vaxandi atvinnugrein.

Grunnskólinn á Þingeyri fagnaði 110 ára afmæli þann 27. nóvember 2007.
Bygging Þingeyrarkirkju hófst 1909 og var hún vígð 9. apríl 1911. Hún er teiknuð af Dýrfirðingnum Rögnvaldi Ólafssyni arkitekt en altaristöfluna málaði Þórarinn B. Þorláksson listmálari.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ólst að hluta til upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu.

Árið 1958 eru skráðar 23 bújarðir / lögbýli í Þingeyrarhreppi en þar eins og annarsstaðr hefur þeim fækkað verulega.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar