Barðastrandarhreppur

Barðastrandarhreppur

Barðastrandarhreppur var hreppur suðaustan til í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hinn 11. júní 1994 sameinaðist hreppurinn Bíldudalshreppi, Patrekshreppi og Rauðasandshreppi undir nafninu Vesturbyggð.

Barðastrandarhreppur er á norðurströnd Breiðafjarðar og nær frá Skiptá í Kjálkafirði að Stálfjalli.
Landfræðilega nær hann yfir Barðaströndina sjálfa sem er samfelt láglendi frá Siglunesi inn að Vatnsfirði, og Hjarðarnesið, sem er milli Vatnsfjarðar og Kjálkafjarðar, vestast nesjanna norðan Breiðafjarðar.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar