Tjörneshreppur

Tjörneshreppur

Tjörneshreppur er hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Nær hann yfir norður- og vesturströnd Tjörness að Héðinsvík norðan Húsavíkur og einnig yfir megnið af fjalllendinu sem á skaganum er.

Tjörneshreppur í núverandi mynd var stofnaður árið 1912 þegar Húsavíkurhreppi var skipt í tvo hluta. Hreppinn mynduðu sveitirnar norðan og sunnan Húsavíkur, Tjörnes og Reykjahverfi, en Húsavíkurkauptúnið ásamt næsta nágrenni þess hét áfram Húsavíkurhreppur og lá hann eins og fleygur í gegnum miðjan Tjörneshrepp eins og hann var þá. Svo fór, að hreppnum var aftur skipt í tvennt 1. janúar 1933 og varð þá syðri hlutinn, Reykjahverfi, að Reykjahreppi. Frá því á 11. öld var svæðið frá jörðinni Máná nyrst á Tjörnesi, byggðin með strönd nessins að vestan allt að botni Skjálfandaflóa og Reykjahverfi til og með gömlu jörðinni Reykjum þar í hverfinu, eitt sveitarfélag sem þá nefndist Tjörneshreppur, stundum á síðari árum nefndur Tjörneshreppur hinn forni. Á 18. eða 19. öld breyttist nafnið í Húsavíkurhrepp en þar var þingstaður hreppsins og 1912 þegar þéttbýlið í Húsavík varð sérstakt sveitarfélag hélt það eðlilega því nafni.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar