Svalbarðsstrandarhreppur

Svalbarðsstrandarhreppur

Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur er á Svalbarðsströnd, undir hlíðum Vaðlaheiðar við austanverðan Eyjafjörð.
Sveitin er um 14 km frá norðri til suðurs. Undirlendi er lítið syðst og þar setja hjallar sterkan svip á landslagið. Er undirlendi talsvert þegar utar dregur.
Landnámsjörð sveitarinnar er Sigluvík þar sem Norðmaðurinn Skagi Skoptason nam land að ráði Helga magra.
Ströndin hefur ætíð tilheyrt S-Þingeyjarsýslu. Mörg undanfarin ár hefur íbúum fjölgað og þann 1. desember 2009 voru þeir 410 (bráðab.tala). Um helmingur íbúa eða 190 býr í þéttbýlinu á miðri ströndinni, Svalbarðseyri.
Þar hafa oft á tíðum verið töluverð umsvif og ýmsir aðilar verið þar með rekstur eins og verslun og síldarsöltun að ógleymdum umsvifum Kaupfélags Svalbarðseyrar, KSÞ. Í dag er Kjarnafæði með mikla starfsemi þar.

Í þéttbýlinu er grunn- og leikskóli, íþróttaaðstaða, sundlaug og skrifstofa hreppsins. Á síðustu árum hefur verið ásókn í búsetu syðst í hreppnum. Bæði er um að ræða frístundahús og íbúðarhús til fastrar búsetu.
Nábýlið við Akureyri gerir það að verkum að íbúar sækja mikið í þjónustu þangað en samstarf er mikið á milli sveitarfélaganna, báðum til hagsbóta.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar