Skútustaðahreppur

Skútustaðahreppur

Skútustaðahreppur er sveitarfélag í Suður-Þingeyjarsýslu. Byggð þar er nánast öll í Mývatnssveit, þar á meðal þorpið Reykjahlíð en mikill meirihluti hins víðfeðma sveitarfélags er í óbyggðum og nær það upp á miðjan Vatnajökul. Náttúrufar sveitarfélagsins hefur mikið aðdráttarafl á ferðamenn, þar ber helst að nefna fjölbreytt lífríki Mývatns, Dimmuborgir, jarðhitasvæðin og leirhverina í Námaskarði og við Kröflu sem er virk eldstöð og gaus síðast 1984. Ódáðahraun, ein stærsta hraunbreiða Íslands, er að mestu innan marka sveitarfélagsins ásamt fjöllunum Herðubreið og Öskju.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar