Flateyjarhreppur

Flateyjarhreppur

Flateyjarhreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu norðvestanverðri. Náði hann yfir Flatey á Skjálfanda og fimm bæi á Flateyjardal uppi á landi.

Hreppurinn var stofnaður árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Hálshreppi. Flateyjardalur fór í eyði 1953 en byggð hélst úti í Flatey til ársins 1967 en þá fluttust síðustu íbúarnir á brott. Flateyjarhreppur var sameinaður Hálshreppi á ný 1. mars 1972.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar