Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurhreppur var sveitarfélag á Ströndum sem nú er hluti af Strandabyggð. Áður kallaðist svæðið Staðarsveit og náði frá sunnanverðum Steingrímsfirði, frá Forvaða í Kollafirði, og fyrir botn Steingrímsfjarðar, að Selá í Selárdal að norðanverðu. Hreppurinn nær yfir í Ísafjarðardjúpi í vestri, að Kaldalóni að norðanverðu og í botn Ísafjarðar að sunnanverðu. Í hreppnum er þorpið Hólmavík. Hreppurinn hét áður Hrófbergshreppur eftir bænum Hrófbergi sem var þingstaðurinn. Honum var síðan skipt í tvennt árið 1942 undir nöfnunum Hrófbergshreppur og Hólmavíkurhreppur og sameinaður aftur 1. janúar 1987 undir nafni Hólmavíkurhrepps. Hólmavíkurhreppur sameinaðist síðan tvisvar öðrum hreppum: Nauteyrarhreppi í Djúpi árið 1994 og Kirkjubólshreppi við sunnanverðan Steingrímsfjörð árið 2002. Nýja sveitarfélagið hét eftir sem áður Hólmavíkurhreppur.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar