Sauðaneshreppur

Sauðaneshreppur

Sauðaneshreppur var hreppur í Norður-Þingeyjarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Sauðanes.

Hreppurinn var 728 km² að flatarmáli og náði yfir mestallt Langanes og heiðarnar milli Hafralónsár og sýslumarka.

Kauptúnið Þórshöfn var skilið frá Sauðaneshreppi í ársbyrjun 1947 og gert að sérstökum hreppi, Þórshafnarhreppi. Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 11. júní 1994, þá undir nafni Þórshafnarhrepps.

Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Þórshafnarhreppur svo Skeggjastaðahreppi undir nafninu Langanesbyggð.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar