Öxafjarðarhreppur

Öxafjarðarhreppur

Öxarfjarðarhreppur var hreppur í Öxarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu, austan Jökulsár á Fjöllum. Hreppurinn varð til, ásamt Fjallahreppi, árið 1893 þegar Skinnastaðarhreppi var skipt í tvennt. Náði hinn nýi hreppur frá ósum Sandár í norðri og fram á Hólssand í suðri.

17. febrúar 1991 sameinaðist Presthólahreppur Öxarfjarðarhreppi og Fjallahreppur 1. janúar 1994. Var hreppurinn þá orðinn 2687 km² að flatarmáli. Íbúar voru 330, þar af 139 á Kópaskeri (1. des. 2005). Höfðu flestir atvinnu af sjávarútvegi og landbúnaði.

Í janúar 2006 samþykktu íbúar Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps sameiningu sveitarfélaganna. Tók hún gildi 10. júní sama ár, í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006, og fékk nýja sveitarfélagið nafnið Norðurþing.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar