Fljótsdalshreppur

Fljótsdalshreppur

Fljótsdalur skerst inn í hálendið upp af miðju Fljótsdalshéraði. Sveitarfélagið nær frá innsta hluta Lagarfljóts allt inn á Vatnajökul. Landslag mótast af jökulsorfnum dölum og skiptist Fljótsdalur innan til í Suðurdal og Norðurdal.
Segja má að Lagarfljótið sé aðalkennileyti á láglendi. Á hásléttunni inn af Fljótsdal eru víðáttumikil og vel gróin heiðalönd. Þar eru góð beitilönd fyrir sauðfé, auk þess sem þarna eru aðalheimkynni hreindýra hér á landi.
Snæfell gnæfir yfir sveitarfélaginu, hæsta fjall á landinu utan jökla, 1833 m.y.s. Ystu bæir sveitarfélagsins eru Droplaugarstaðir norðan Lagarfljóts og Vallholt að austan.
Síðan liggja mörk sveitarfélagsins eftir dölum og heiðum, um hátopp Snæfells og allt inn að Breiðabungu á Vatnajökli.

Hér fyrir neðan eru taldar upp jarðir í Fljótsdalshreppi.

Ef einhverjar vanta í þessa upptalningu, þætti okkur afar vænt um að fá upplýsingar um það á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar