Borgarfjarðarhreppur

Borgarfjarðarhreppur

BORGARFJÖRÐUR EYSTRI er nyrstur hinna eiginlegu Austfjarða. Þangað er tæplega 70 km. akstur frá Egilsstöðum, um Vatnsskarð og Njarðvíkurskriður. Borgarfjörður eystri er rómaður fyrir náttúrufegurð og þá sérstaklega fyrir sérstæðan fjallahring. Sunnan fjarðar er ljóst líparít allsráðandi eins og í Staðarfjalli, en fyrir botni fjarðarins og norðan hans er blágrýti (basalt) mest áberandi og þá einkum í Dyrfjöllum. Inn af firðinum gengur um 10 km langur dalur, vel gróinn og nokkuð breiður. Eftir honum rennur Fjarðará. Þorpið Bakkagerði stendur við fjarðarbotninn.

Atvinnulíf á Borgarfirði hefur í gegnum árin fyrst og fremst einkennst af sauðfjárbúskap, smábátaútgerð og fiskvinnslu og svo er enn.

Alls eru u.þ.b. tíu býli í byggð í sveitinni og sauðfé á þriðja þúsund. Fjallalömbum sínum beita Borgfirðingar innanfjarðar og á Víknasvæðið og afréttarland er nóg. Eins og annars staðar á landinu hefur sauðfjárbúskapur dregist saman í Borgarfirði á síðustu áratugum. Þar á líka hlut að máli riðuveikin, sem hefur reynst borgfirskum bændum mjög erfið. Allt fé í hreppnum var skorið niður árið 1987 og fjárlaust var í þrjú ár. Síðan þá hefur riða komið upp á tveimur bæjum og þar hefur verið skorið niður aftur.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar