Kjósarhreppur

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur er sveitarfélag á Vesturlandi. Stundum er talað um Kjósina sem „sveit í borg“ vegna nálægðarinnar við Reykjavík. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Kjósarhreppur er 302 ferkílómetra að stærð og liggur í norðanverðri Kjósarsýslu.
Hreppurinn liggur að Reykjavík, Bláskógabyggð og Hvalfjarðarsveit. Íbúar Kjósarhrepps voru 450 um aldamót 19. og 20 aldar en voru 144 um síðustu aldamót.
Börn í hreppnum sækja Klébergsskóla á Kjalarnesi. Félagsheimilið Félagsgarður hýsir skrifstofu hreppsins.
Um 600 frístundahús eru í hreppnum. Samkvæmt jarðarskrá 2005 eru 47 jarðir skráðar í Kjósarhrepp og þar af eru 37 í ábúð. Á 27 bújörðum er jarðareigandi ábúandi.
Í hreppnum er norðanverð Esjan, norðanverðir Móskarðshnúkar og norðanvert Skálafell, Kjölur, Kjósarheiði, Botnsúlur (sunnanhluti fjallaklasans), sunnan- og vestanvert Múlafjall, Þrándarstaðafjall, Sandfell, Meðalfell, Möðruvallaháls, Sandfell, Eyrarfjall.

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar