Unaðsdalur, Snæfjallahr. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Unaðsdalur, Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Gamli neðri bærinn í Unaðsdal stóð innundir brekkuröndinni inn af núverandi íbúðarhúsi. Þar sáust vegghleðslurnar á fjórða áratugnum, en timbur var horfið úr tóftunum. Svokölluð "lögrétta", forn hringlaga hleðsla sem mótaði vel fyrir og hafði innri vegg á smáparti, stóð nálægt 30 metrum ofar ytra horninu á kirkjugarðinum. Þvermálið var um 12-15 metrar.

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Í Unaðsdal hefur verið býli frá fornu fari. Þar var, samkvæmt Landnámu, bústaður landnámsmannsins Ólafs jafnakolls, sem nam allt land við norðanvert Djúp frá Langadalsá að Sandeyrará. Kirkja hefur verið í Unaðsdal síðan 1867 er hún var flutt frá Snæfjöllum. Hún stóð áður ofar í túninu, en 1897 var byggð sú kirkja sem enn stendur við ósa Dalsár. Árið 1703 er skráður 21 til heimilis í Unaðsdal. Vatnsfjarðarstaður á þá helming jarðarinnar. Helmingur hennar, bóndaeignin, hefur þá legið í eyði frá því bólan gekk. Árið 1801 eru heimilisfastir 20 á fjórum býlum í Unaðsdal. Kolbeinn Jakobsson, orðlögð aflakló, bjó í Unaðsdal í um fjóra áratugi í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar 20., en eftir það bjó hann um tíma í Hólhúsinu í Bæjum.

Helgi Guðmundsson og Guðrún Ólafsdóttir keyptu Unaðsdal af Kolbeini og hófu þar búskap 1922. Helgi byggði þar timburhús og flutti fjölskyldan í það 1928. Þetta hús stendur að hluta enn, árið 2006, og er hornið á stórri hlöðu, sem reist var um 1960 þegar Kjartan Helgason og Stefanía I