Tyrðilmýri, Snæfjallahr. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Tyrðilmýri, Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Á Tyrðilmýri II (Barði) bjuggu Halldór Borgarsson og Svava Guðmundsdóttir. Húsið stóð á barðinu fyrir ofan Mýrarbæinn, en um 50 metrum innar. Þetta hús var svipað og Björnshúsið í Bæjum. Þetta var timburhús, en efri veggur steyptur. Fyrirkomulag var þannig að eldavél var á sumrin í eldhúsi, en á vetrum var hún færð inn í íveruherbergið og sett við skorsteininn þeim megin. Ekki var önnur upphitun í þessum húsum. Svava dó 1944 og var ekki búið í húsinu mikið eftir það. Voru tóftirnar jafnaðar við jörðu um 1960.

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Á jörðinni Tyrðilmýri, sem var nefnd Dyrðilmýri í manntalinu 1845, voru níu skráðir til heimilis árið 1703. Eigendur árið 1703 eru þeir bræður Sr. Gísli Hannesson á Snæfjöllum og Benedikt Hannesson á Hóli í Bolungarvík. Þeir bræður áttu þá einnig jörðina Dynjanda í Jökulfjörðum saman auk þess sem Gísli var eigandi Snæfjallastaðar. Árið 1801 eru fjórtán þar til heimilis á tveimur býlum. Jörðinni var svo skipt í þrennt á milli systkina um eða fyrir 1930. Á 3/5 hlutum jarðarinnar á Tyrðilmýri I bjuggu Elías Borgarsson og Elísabet Hreggviðsdóttir. Húsið á Tyrðilmýri I (Mýri) stendur enn uppi (2002), en þiljur og innveggir eru löngu horfnir. Grindin kom frá Noregi, en keypt hjá Ásgeirsverslun á Ísafirði. Rétt utan við gamla bæinn Tyrðilmýri I, sem enn stendur árið 2002, er stór steinn sem talinn er huldusteinn, einnig er þar huldukirkja nokkru utar og huldubátur rétt undan landi. Salbjörg Jóhannsdóttir (f. 1896) hefur sagt frá því að kona sem hún var hjá sem ung stúlka á Mýri hafi sagt sér að hún ætti huldukonu fy