Staður, Grunnavík (Skráning í vinnslu)

Staður, Grunnavík
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Á Stað voru 24 til heimilis árið 1703 og 13 árið 1801.
Jarðabókinni eru tilgreind tvö eyðiból í landi Staða, Miðhús og Skálatún. Í upphafi 18. aldar voru þar aðeins tóftarústir og túngarðar og hafði sýnilega ekki verið bygg

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Staður í Grunnavík er kirkjujörð frá gamalli tíð og er kirkjan helguð Maríu mey. Hafa sjómenn í gegnum tíðina heitið á Maríuhorn, þar sem getur verið sviptivindasamt og hafa áheitin gengið til Maríukirkju í Grunnavík. Í Þjóðminjasafninu er varðveitt Maríulíkneski frá Grunnavík sem talið er vera frá 15. öld. Í Vilkinsmáldaga stendur að kirkjan í Grunnavík eigi eitt lambseldi á hverjum bæ en tvö þar sem tvíbýlt er. Skuli menn taka lömb staðarins heim til sín á vetrum en skila þeim staðnum á sumri. Þessi kvöð hélst lengi og sér hennar stað í vísitasíum Brynjólfs biskups Sveinssoanr 1643 og Jóns biskups Vídalíns árið 1700. Segir í Eyrarannál Magnúsar sýslumanns Magnússonar að Jón biskup Vídalín hafi "afskikkað Maríulömb, er Grunnavíkurkirkja hafði hjá hverjum búandi manni í allri sókninni."