Snæfjöll, Snæfjallahr. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Snæfjöll, Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Á Snæfjöllum bjuggu sautján manns árið 1703 og 1801 voru þar í heimili fjórtán sálir á tveimur bæjum.
Helgi Jónsson byggði timburhús niður við sjóinn á Snæfjöllum um aldamótin 1900 og bjó þar í 10 ár og eftir það var húsið notað fyrir skóla.
Kristjana Helgadóttir frá Skarði í Skötufirði var síðasti kennarinn á Snæfjöllum. Síðustu árin sem Rósinkar bjó á Snæfjöllum var hann í þessu húsi. Hann flutti í Hnífsdal 1948 og fóru Snæfjöll þá í eyði.

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Landnámsmaðurinn Þórólfur fasthaldi, sem nam land frá Sandeyrará og inn í Hrafnfjörð í Jökulfjörðum, bjó að Snæfjöllum samkvæmt Landnámu.

Í Æfisögu Jóns Ólafssonar Indíafara frá Álftafirði við Djúp er frásögn um draug á Snæfjöllum veturinn 1611-12. Sonur séra Jóns Bjarnasonar, prests á Stað, og smali á bænum munu báðir hafa haft hug til sömu griðkonu. Prestur skipaði syni sínum að sækja fé í ógöngur sem smalinn hafði neitað að gera.Prestssonur hrapaði til bana og gekk aftur og ásótti griðkonuna og smalann en , en gerði líka aðsúg að ferðamönnum með grjótkasti og drap fé prests og át fisk úr hjalli hans ásamt því að brjóta rúður. Hann gerði þeim ekki mein sem gáfu honum af mat sínum. . Óvíst er hinsvegar hvort smalinn og griðkonan hafi nokkurn tíma verið til. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru þau ekki nefnd, en sonur prests hinsvegar nafngreindur sem Bjarni Jónsson og sagt að hann hafi hrapað til bana í Drangsvík, utan við bæinn. Í lok 19. aldar kom aftur upp kviksaga um draugagang á Snæfjöllum. Í Þjóðsögum Ólaf