Sandeyri, Snæfjallahr. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Sandeyri, Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Á Sandeyri var stórbýli lengi. Þar voru 26 heimilisfastir 1703 og 1801 bjuggu þar 19 manns á þremur bæjum. Jóhann Kristjánsson var síðasti ábúandinn á Sandeyri. Hann flutti þaðan 1952

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Á Sandeyri var stórbýli lengi. Þar voru 26 heimilisfastir 1703 og 1801 bjuggu þar 19 manns á þremur bæjum. Á Sandeyri var háð svonefnt "Sandeyrarslag" 14. október árið 1615 þegar Spánverjar voru eltir uppi og drepnir. Spánverjar höfðu áður dregið á land nokkra hvali á Sandeyri og komið þar upp vísi að hvalveiðistöð. Jón Guðmundsson lærði tók upp varnir fyrir Spánverjana er voru drepnir í Æðey og á Sandeyri haustið 1615. Hann hafði kynnst Spánverjunum, sem voru raunar bæði spænskir og franskir Baskar, í Trékyllisvík á Ströndum og bar þeim vel söguna. Hann gaf út ritið Sanna frásögu af spanskra manna skipbrotum og slagi þar sem hans lýsir andúð sinni á verkanði Ara sýslumanns í Ögri og hans manna. Jón uppskar ævilanga útskúfun embættismannavaldsins fyrir vikið og var á hrakningi upp frá því. Á fyrstu tugum 20. aldar bjuggu Tómas Sigurðsson og Elísabet Kolbeinsdóttir á Sandeyri stóru búi og löngum var þar útræði, stundum fleiri en einn bátur. Steinsteypt hús var á Sandeyri, byggt 1908 og stendur það enn (2002).