Neðri Breiðadalur, Önundarf. (Skráning í vinnslu)

Neðri Breiðadalur, Önundarf.
  • Landnumer: 141039
  • Sveitafélag: Ísafjarðarbær.
  • Stærð jarðar: ha. 4250.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 15.80
Íbúðarhúsið er úr steinsteypu, byggt 1945. Fjós fyrir 18 kýr og fjárhús fyrir um 300 fjár. Auk þess er á jörðinn fiskverkun, fiskhjallur byggður 1991 og verkfæraskemma.
Ekki er stundaður hefðbundin búskapur á jörðinni í dag en þar hefur lengi verið framleiddur Vestfirskur harðfiskur sem er afar vinsæll meðal neytenda.
Núverandi eigendur eru þau Halldór Mikkaelsson og Guðrún Hanna Óskarsdóttir.

Ábúendur



Kristján Jónsson og kona hans Sólbjört Jónsdóttir

Kristján Jónsson og kona  hans Sólbjört Jónsdóttir

Frá 1894 - 1929

Jóhann Jónsson og kona hans Sigurlaug Jóhannsdóttir

Jóhann Jónsson og kona  hans Sigurlaug Jóhannsdóttir

Frá 1929 - 1943

Jón Jónsson og móðir hans Margrét Jónsdóttir

Jón Jónsson og móðir hans  Margrét Jónsdóttir

Frá 1899 - 1904

Margrét  Jónsdóttir

Margrét   Jónsdóttir

Frá 1904 - 1921

Þórður Sigurðsson og kona hans Kristín Kristjánsdóttir

Þórður Sigurðsson og  kona hans Kristín Kristjánsdóttir

Frá 1901 - 1935

Sturla Þórðarson og  kona hans Ólöf Bernharðsdóttir

Sturla Þórðarson og   kona hans Ólöf Bernharðsdóttir

Frá 1935 - 1970

Snorri Sturluson og kona hans Margrét Fríða Hjálmarsdóttir

Snorri Sturluson og kona hans  Margrét Fríða Hjálmarsdóttir

Frá 1970 - 1974

Halldór Mikkaelsson og Guðrún Hanna Óskarsdóttir

Halldór Mikkaelsson og  Guðrún Hanna Óskarsdóttir

Frá 1974 -.

 
 

Ferðaþjónusta

Hér má skrá ferðaþjónustu Hér má skrá ferðaþjónustu

Dýrin okkar

Hér má skrá dýrin á bænum Hér má skrá dýrin á bænum
Jörðin Neðri Breiðadalur er neðan til í Breiðadal norðan megin.
Landamerki eru við þverá og Breiðadalsá og að utanverðu á Selabólsurð.
Ennfremur á jörðin landsvæði framan við lönd Fremri Breiðadals.
Túnspildur eru nokkuð dreifðar um undirlendið og sumar þeirra í eign annara en ábúenda. Það eru leifar frá ábúð fyrr á árum. Tvíbýli eða þríbýli var á jörðinni fram yfir 1940.
Mótak var notað fram undir 1950.
Rauðmagaveiði var mikið stunduð fyrir landi fram yfir miðja öldina.
Rafmagn frá samveitu kom 1959, sími 1951 og vegasamband um 1900.
Séð frá þjóðvegi heim að bæ að vetrarlagi. Breiðadalsheiðin og þverfjall blasa við innst í dalnum
Séð frá Flateyrarvegi heim að bænum