Mosvellir II, Önundarf. (Skráningu lokið)

Mosvellir II, Önundarf.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag: Ísafjarðarbær.
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 19.00
Jörðin er neðan til í Bjarnadal austan megin. Landamerki eru við Lambabyrgi að framanverðu og nokkurnvegin við Bjarnadalsá til sjávar. Að innanverður eru merkin við Tvísteina á Bakkahlíð.
Tún er sumstaðar harðlent og viðkvæm fyrir þurrki á sprettutíma.
Síðast var búið hefðbundnum búskap 1967 og hafa síðan þá tún verið leigð til slægna til bænda bæði í Önundarfirði og víða.
Rafmagn frá samveitu kom fyrst árið 1963 en áður hafði verið framleitt rafmagn til ljósa með vindmyllu og bensínstöð.
Sími kom fyrst 1940 og akfært í hlað 1934.

Ábúendur



Brynjólfur Davíðsson og kona hans Kristín Ólafsdóttir

Brynjólfur Davíðsson  og kona hans Kristín Ólafsdóttir

Ábúendur frá 1884-1912

Kristján Þorsteinsson og kona hans Ágústa Steinþórsdóttir

Kristján Þorsteinsson  og kona hans Ágústa Steinþórsdóttir

Ábúendur frá 1912-1916

Hjálmar Guðmundsson og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir

Hjálmar Guðmundsson  og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir

Ábúendur frá 1916-1931

Guðbjörg Björnsdóttir

Guðbjörg  Björnsdóttir

Ábúandi frá 1931-1945

Björn  Hjálmarsson

Björn   Hjálmarsson

Ábúandi frá 1945-1959

Björn Hjálmarsson og kona hans Petólína Sigmundsdóttir

Björn Hjálmarsson  og kona hans Petólína Sigmundsdóttir

Ábúendur frá 1959-1967

Hjördís Hjörleifsdóttir

Hjördís  Hjörleifsdóttir

Ábúandi frá 1967-2012

Afkomendur Hjördísar Hjörleifsdóttur

Afkomendur  Hjördísar Hjörleifsdóttur

Frá 2012-

 
 

Ferðaþjónusta

Mosvellir er neðan til í Bjarnadal austan megin.
Engin útihús eru á jörðinni en núverandi íbúðarhús er steinsteypt og byggt 1958.

Tvíbýli var á Mosvöllum til ársins 1948 og var síðast stundfaður búskapur 1967.