Lónseyri. Snæfjallahr. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Lónseyri. Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Í manntalinu 1703 eru taldir 11 til heimilis á Lónseyri í Kaldalóni. Meðal þeirra sem skráðir eru til heimilis á Lónseyri árið 1703 er Margrét Þórðardóttir, ekkja séra Tómasar Þórðarsonar, Snæfjallaklerks, er kölluð var Galdra-Manga

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Í Hávarðar sögu Ísfirðings segir frá því er Þorbjörn Þjóðreksson vegur Ólaf Hávarðsson á Lónseyri. Þá hvarf Sigríður bústýra Þorbjarnar og heitkona Ólafs og spunnust ýmsar sögur um hana sem tengjast Kaldalóni.

Í manntalinu 1703 eru taldir 11 til heimilis á Lónseyri í Kaldalóni. Meðal þeirra sem skráðir eru til heimilis á Lónseyri árið 1703 er Margrét Þórðardóttir, ekkja séra Tómasar Þórðarsonar, Snæfjallaklerks, er kölluð var Galdra-Manga og Möngufoss utar á Ströndinni er kenndur við. Margrét var af vottum svarin saklaus af göldrum á Alþingi árið 1662.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem lokið er við 1709, er sagt: "Þessi jörð hefur legið í auðn síðan bóluna" Og: "Þessa jörð brúkar nú enginn nje hefur brúkað í næstu 2 ár." Ljóst er því að stóra-bóla hefur grandað heimilisfólki á Lónseyri og lagt jörðina í eyði í upphafi 18.aldar. Í landi Lónseyrar, innar í Kaldalóni, er fornt eyðiból er kallast Lónhóll. Þar hafa Lónseyrarbændur haft grasnytjar.

Guðmundur Engilbertsson og Sigríður Jensdóttir b