Kaldá á Hvilftarströnd, Ön. (Skráning í vinnslu)

Kaldá á Hvilftarströnd, Ön.
  • Landnumer: 141046
  • Sveitafélag: Ísafjarðarbær.
  • Stærð jarðar: ha. 475.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 9.10
Íbúðarhúsið á Kaldá var byggt úr timbri og klætt með bárujárni árið 1920.
Fjós fyrir 4 kýr ásamt hlöðu byggt úr timbri auk þess sem einnig var þar lítil verkfæra skemma.
Árið 2010 voru útihúsin á Kaldá rifin vegna lélags ástands þeirra.
Íbúðarhúsið er í lélegu ástandi en er orðið það gamalt að það er friðað og stendur því til að gera það upp í upprunalegri mynd.

Núverandi eigendur eru þau Ólöf Hanna Óladóttir og Ásgeir Mikkaelsson sem ætla sér að nýta jörðina til sumardvala.

Ábúendur



Reinharður Kristjánsson og kona hans Anika Magnúsdóttir

Reinharður Kristjánsson og  kona hans Anika Magnúsdóttir

Frá 1893 - 1912

Örnólfur Hálfdánarson og  kona hans Margrét Reinharðsdóttir

Örnólfur Hálfdánarson og   kona hans Margrét Reinharðsdóttir

Frá 1914 - 1916

Finnur Guðmundsson og  kona hans Steinunn Jóhannesdóttir

Finnur Guðmundsson og   kona hans Steinunn Jóhannesdóttir

Frá 1916 - 1930

Guðmundur Betúelsson og  systir hans Anna Betúelsdóttir

Guðmundur Betúelsson og   systir hans Anna Betúelsdóttir

Frá 1930 -1991

Bjuggu með milli 30-40 kindur og 3-4 kýr.
Hefðbundnum búskap hætt 1991

Ásgeir Mikkaelsson og kona hans Ólöf Hanna Óladóttir

Ásgeir Mikkaelsson og kona hans  Ólöf Hanna Óladóttir

Frá 2011 -


 
 

Ferðaþjónusta

Kaldá er næsti bær utan við Selaból.
Landamerki eru við Kaldána að innanverðu en við Grísavík utan til.
Tún er lítið og misjafnt að gæðum. Beitiland allgott. Sjósókn var nokkuð stunduð fram á síðustu öld.
Rafstöð var byggð við Kaldána 1927. 3 kW að stærð. Hún var í notkun að mestu til 1988 en þá kom rafmagn frá samveitu.
Sími kom 1917 og akfært heim um 1900.
Árin 1913-14 var byggt íbúðarhús niðri við sjóinn á Kaldá og nefnt Kaldeyri.
Reinharður Kristjánsson byggði húsið og bjó þar í fáein ár, en 1923 komu þangað Kristján Halldórsson og Guðrún Jónsdóttir. Þau voru þar með dálítin búskap til 1944
Húsið var notað til sumardvalar fram til 1993 að það brann.

Heimild. Firðir og fólk 1900 - 1999
Mynd tekin yfir fjörðinn frá Hjarðardalsnaustum.
Hér er horft inn Kaldárdalinn
Íbúðarhúsið á Kaldá byggt árið 1920 úr timbri og klætt með bárustáli. Ekkert rennandi vatn né salerni er í húsinu.
Íbúðarhúsið á Kaldá
Séð yfir bæinn Kaldá. Hér má einnig sjá Selaból og Selabóls hjalla.
Svona leit Kaldá út fyrr á tímum. Mynd fengin hjá Önundi Magnússyni.
Séð út Önundarfjörðinn. Þurrkhjallar Klofnings ehf þar sem þurrkaðir eru hausar og skreið og Flateyri í baksýn.