Holt í Önundarfirði (Skráning í vinnslu)

Holt í Önundarfirði
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag: Ísafjarðarbær.
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 25.30
Prestssetur.

Jörðin er vestan Önundarfjarðar milli Vaðla og Þórustaða. Hún er að mestu á láglendi og er meirihlutinn blautt mýrlendi og er það kallað Holtsengi.
Sumstaðar eru þó móar og sandlendi nokkuð.
Holt á einnig land í Bjarnadal framan við Tröð og Kirkjuból. Á árum áður var þar sel frá Holti og sauðfé haft þar á sumrin og á beitarhúsum fram til jóla.
Allnokkuð æðarv

Ábúendur



Sr. Janus Jónasson og kona hans Sigríður Halldórsdóttir

Sr. Janus Jónasson  og kona hans Sigríður Halldórsdóttir

Ábúendur frá 1884-1908

Sr. Páll Stephenssen og kona hans Helga Stephensen

Sr. Páll Stephenssen  og kona hans Helga Stephensen

Ábúendur frá 1908-1929

Sr. Jón Ólafsson

Sr. Jón  Ólafsson

Ábúandi frá 1929-1936

Sr. Jón Ólafsson og kona hans Elísabet Einarsdóttir

Sr. Jón Ólafsson  og kona hans Elísabet Einarsdóttir

Ábúendur frá 1936-1963

Sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson og kona hans Sigurveig Georgsdóttir

Sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson  og kona hans Sigurveig Georgsdóttir

Ábúendur frá 1963-1989

Sr. Gunnar Björnsson og kona hans Ágústa Ágústsdóttir

Sr. Gunnar Björnsson  og kona hans Ágústa Ágústsdóttir

Ábúendur frá 1989-2000

Sr. Stína Gísladóttir og maður hennar Ola Aadnegard

Sr. Stína Gísladóttir  og maður hennar Ola Aadnegard

Ábúendur frá 2000-2008

Sr. Stína Gísladóttir var fyrsti kvennpresturinn til að þjóna Holtsprestakalli.

Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og kona hans Heiðrún Tryggvadóttir

Sr. Fjölnir Ásbjörnsson  og kona hans Heiðrún Tryggvadóttir

Ábúendur frá 2008-

 
 

Ferðaþjónusta

Hér má skrá ferðaþjónustu Hér má skrá ferðaþjónustu

Dýrin okkar

Hér má skrá dýrin á bænum Hér má skrá dýrin á bænum
Holtskirkja
Talið er að kirkja hafi verið reist í Holti fljótlega eftir kristnitöku árið 1000 og liklegast verið reist þar prestssetur einhvern tímann á 11. öld. Á dögum Þorláks biskups Þórhallssonar (1178-1193) komst kirkjan og jörðin undir biskupsforræði og er með fyrstu stöðunum sem leikmenn missa úr höndum sér undir stjórn kirkjuvaldsins. Í kaþólskum sið var kirkjan í Holti helguð heilögum Lárentíusi píslarvætti.
Bæjarstæðið í Holti er á hæð nálægt miðju eins mesta undirlendis sýslunnar. Frá Holti sér til allra bæja í Holtssókn nema eins, Efstabóls í Korpudal, sem nú er í eyði. Í máldaga Oddgeirs Þorsteinssonar, biskups í Skálholti, frá 1377 kemur fram að kirkjan er þá orðin allauðug og á víða ítök. Lengi var Holt eitt tekjumesta og eftirsóttasta brauð landsins. Átti kirkjan margar jarðir og hlunnindaítök, auk engjalanda. Í Jarðarbók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1710 segir að í Holti geti 14 kýr fóðrast á heyjum og 250 fjár.
Holtskirkja var um skeið eina kirkjan í Önundarfirði. Bænahús og/eða hálfkirkjur eru þó talin hafa verið á Kirkjubóli í Bjarnadal, Hesti, Kirkjubóli í Korpudal, Veðrará innri, á Selakirkjubóli og Hvilft. 11. september 1470 var Kirkjuból í Valþjófsdal gert að alkirkju og 9. september 1929 var Holtssókn skipt í tvennt, Holtssókn og Flateyrarsókn og var kirkja vígð á Flateyri 1936.
Núverandi kirkja í Holti var reist árið 1869 að frumkvæði sr. Stefáns Stephensen, prests og prófasts í Holti. Kirkjan er timburkirkja en árið 1937 fór fram mikil viðgerð á henni og t.a.m. var steypt utan um hana. Fyrir 100 ára afmæli kirkjunnar árið 1969 var aftur gert við kirkjuna og m.a. byggð forkirkja með steyptu gólfi. Sumarið 2009 voru enn gerðar endurbætur á kirkjunni að utan og skipt um glugga.
Altaristafla kirkjunnar Leyfið börnunum að koma til mín er olíumáluð eftirmynd á striga eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938). Frummyndin er máluð af danska listmálaranum Carl Bloch.
Norðan við kirkjuna er minnisvarði um Brynjólf Sveinsson biskup í Skálholti á árunum 1639-1674 en hann fæddist í Holti 1605. Brynjólfur var einn mesti kirkjuhöfðingi í lútherskum sið, mikill lærdómsmaður og safnari fornra handrita og gaf m.a. Friðriki III. Danakonungi Flateyjarbók sem Danir skiluðu svo Íslendingum 1971. Árið 1975, á 300 ára ártíð Brynjólfs, reistu Lions-menn á Flateyri þennan minnisvarða um hann.
Holtsprestar sátu oft lengi, sumir þeirra byrjuðu sem aðstoðarprestar og höfðu síðan aðstoðarpresta með sér seinni ár sín. Um marga þeirra presta sem sátu í Holti er nokkuð vitað en um flesta Holtspresta á 14.-16. öld er fátt vitað eða ekkert.
ATH. SÝNISHORN. MYNDIN TENGIST EKKI ÞESSARI JÖRÐ. Hér getur þú sett inn myndir af því sem þú vilt. t.d myndir af fjölskyldunni, húsakosti á þinni jörð, lanslaginu eða vélunum sem notaðar eru á búinu.
ATH. SÝNISHORN. MYNDIN TENGIST EKKI ÞESSARI JÖRÐ. Hér getur þú sett inn myndir af því sem þú vilt. t.d myndir af fjölskyldunni, húsakosti á þinni jörð, lanslaginu eða vélunum sem notaðar eru á búinu.
ATH. SÝNISHORN. MYNDIN TENGIST EKKI ÞESSARI JÖRÐ. Hér getur þú sett inn myndir af því sem þú vilt. t.d myndir af fjölskyldunni, húsakosti á þinni jörð, lanslaginu eða vélunum sem notaðar eru á búinu.
ATH. SÝNISHORN. MYNDIN TENGIST EKKI ÞESSARI JÖRÐ. Hér getur þú sett inn myndir af því sem þú vilt. t.d myndir af fjölskyldunni, húsakosti á þinni jörð, lanslaginu eða vélunum sem notaðar eru á búinu.
ATH. SÝNISHORN. MYNDIN TENGIST EKKI ÞESSARI JÖRÐ. Hér getur þú sett inn myndir af því sem þú vilt. t.d myndir af fjölskyldunni, húsakosti á þinni jörð, lanslaginu eða vélunum sem notaðar eru á búinu.