Höfðaströnd. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Höfðaströnd.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Á Höfðaströnd voru ellefu heimilismenn árið 1703, þeirra á meðal Ólafur Árnason, lögréttumaður. Árið 1801 bjuggu þar níu manns á tveimur býlum.

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Á Höfðaströnd voru ellefu heimilismenn árið 1703, þeirra á meðal Ólafur Árnason, lögréttumaður. Árið 1801 bjuggu þar níu manns á tveimur býlum. Í Jarðabókinni segir að bænhús hafi verið til forna á Höfðaströnd, en það sé fyrir minni manna í upphafi 18. aldar.

Efst og yst í túninu á Höfðaströnd eru miklar tóftir sem kallast Beinrófa. Sagt er að þar hafi hinn forni Höfðastrandarbær staðið, en verið yfirgefinn er upp kom taugaveiki. Ekki hefur þar verið grafið af ótta við sóttkveikjur, en talið er mögulegt að þar séu undir sverði öll búsgögn þess tíma.

Tíðagötur liggja frá hjöllunum ofan við Höfðaströnd á Staðarheiði. Á síðustu árum byggðar í Grunnavíkurhreppi var þríbýli á Höfðaströnd og hétu bæirnir Neðribær, Hærribær og Steinhólar. Hærribær stóð efst og innst bæjanna. Í Neðrabæ, sem enn stendur við sjóinn, bjuggu Ragnheiður Jónsdóttir ljósmóðir og Guðbjartur Kristjánsson. Hús þeirra hefur nú verið gert upp. Neðan við bæinn er lendingin sem kölluð er Vör. Síðustu ábúendur í Neðrabæ voru Grímur Finnbogason og