Gullhúsá, Snæfjallahr. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Gullhúsá, Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Gulhúsá var hjáleiga frá Snæfjallastað

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Gullhúsá nefndist lágreistur torfbær innan við samnefndan læk. Marías Jakobsson og Guðrún Jónsdóttir bjuggu þar fram á fimmta áratuginn. Gullhúsá var hjáleiga frá Snæfjallastað. Þetta hús var eitt herbergi með timburgólfi Eldavélin var norðan til og tvö rúmstæði við hvorn vegg. Timburgafl með glugga í suðurenda og þar var matborðið. Skúr með inngangi var að utanverðu og þar hefur verið geymsla. Fjárhúskofi var fyrir ofan bæinn.

Ysti bærinn á Snæfjallaströnd stendur við Gullhúsá og kallast Berurjóður, en var einnig í nefndur Hafliðabær. Þar voru húsbændur Hafliði Gunnarsson og María Pálmadóttir ásamt Halldóru, dóttur Hafliða og Ingibjargar Jónsdóttur, konu hans sem dó 1906. Þarna var timburhús, tvær hæðir með járnþaki. Á neðri hæðinni var geymsla, en uppi baðstofa og þar var eldað. Fjárhúsin voru dálítið ofar.

Gísli J. Gíslason og Guðmundína Ingimundardóttir bjuggu í húsi sem áður var verbúð eða tómthúsbýli Ólafs Gíslasonar og var kallað Ólafsbúð. Þetta hús var á kambinum fyrir neðan hjallann þar sem Maríasa