Gufunes (Skráning í vinnslu)

Gufunes
  • Landnumer: 1401876
  • Sveitafélag: Mosfellsbær
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Gufunesi er lýst í jarðabók Árna og Páls og þar kemur fram að vatnsból þar sé slæmt og þar sé hægt að fóðra 8 kýr, 1 ungneyti og 10 lömb, jörðin hafi selstöðu í Stardal,sölvafjöru og skelfiskfjöru og þar sé heimræði vor og haust en aldrei hafi verið þar verstöð. Jörðinni fylgja þá fjórar hjáleigur ein er nafnlaus en hinar eru Brandakot, Hólkot og Helguhjáleiga.

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Í Gufunesi var kirkja og þar var einnig spítali og sennilega líka kaupstaður. Gufunes er kennt við Ketil gufu landnámsmann. Í Þorláksmáldaga sem kenndur var við Þorlák Þórhallsson biskup og gerður árið 1180 segir að Maríukirkja sé í Gufunesi sem á 20 hundruð í landi og tvær kýr, kross og klukku, silfurkaleik og messuföt, tjöld umhverfis, þrjú altarisklæði, vatnsker, glóðarker og eldbera, slopp og tvær munnlaugar, lás og tvær kertastikur og hefur Maríukirkjan tíund heima og af níu bæjum og gröft. Prestur í Gufunesi á þeim tíma var Ásgeir Guðmundarsson en hann lést kringum 1180. Á hans tíma var veiddur æðarfugl þarna við sjóinn en Viðeyingar þótti það eyðileggja æðarvarp þar og munu samingar hafa tekist að prestur hætti æðarkolludrápi en fengi í staðinn hagagöngu í Viðey. Gufunes er orðin eign Viðeyjarklausturs árið 1395. Gufuneskirkju er getið í máldaga Gísla biskups árið 1575 og á kirkjan þá einn silfurkaleik lítinn, eina klukku, eina koparpípu og sjö kúgildi. Gufunesjörðin er þá orðin leigujörð frá Skálholti