Berjadalsá, Snæfjallahr. (Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar)

Berjadalsá, Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00

Ábúendur



Betúel Jón Friðriksson

Betúel Jón  Friðriksson

Bjó með konu sinni Friðrikku Jónínu Jónsdóttur á Berjadalsá til 1940

Friðrikka Jónína Jónsdóttir

Friðrikka Jónína  Jónsdóttir

Bjó á Berjadalsá ásamt bónda sínum Betúeli Jóni til 1940

Bjarni Jónsson og Þórdís Arnórsdóttir

Bjarni Jónsson og  Þórdís Arnórsdóttir

Bjarni Jónsson og Þórdís Arnórsdóttir bjuggu fram yfir 1930 á Leitinu í litlum torfbæ, Bjarnahúsi

 
 

Ferðaþjónusta

Á Berjadalsá bjó hin nafntogaða skytta Otúel Vagnsson skömmu fyrir aldamótin 1900. Betúel Friðriksson og Friðrika Jónsdóttir Búsk bjuggu í litlu timburhúsi við Berjadalsá. Þar er komið í Snæfjallaland. Áður fyrr og fram á tuttugustu öldina voru ein sjö hús á svæðinu frá Berjadalsá að Íralæk. En þetta var eina húsið uppistandandi í upphafi fjórða áratugarins, enda voru þetta allt lítil torfhús, yfirleitt með trégafli, bíslagi og smágeymslu við innganginn. Betúel hafði geitur til mjólkurnytja, en geitur voru hvergi annarsstaðar í hreppnum. Betúel flutti til Ísafjarðar um 1940 og bærinn var rifinn fljótlega eftir það.

Bjarni Jónsson og Þórdís Arnórsdóttir bjuggu fram yfir 1930 á Leitinu í litlum torfbæ, Bjarnahúsi, sem einnig var nefnt Gestshús, nokkurn spöl fyrir innan Snæfjallabæinn. Húsið var með timburgafli, en veggir og þekja úr torfi. Bjarni reri lengi einn á lítilli skektu, aldraður orðinn. Þórdís var orðin blind síðustu árin, en hífði þó upp bát bónda síns með gangspili sem var uppi á bakkanum.