Æðey, Snæfjallahr. (Skráning í vinnslu)

Æðey, Snæfjallahr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag:
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Í Æðey voru 20 skráðir til heimilis árið 1703 og er þar þá tvíbýli.
Æðeyjarsystkini seldu jörðina 1961 og tóku þá við búi í Æðey Helgi Þórarinsson frá Látrum í Mjóafirði og Guðrún Lárusdóttir, dóttir Guðjónu Guðmundsdóttur frá Æðey.

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Í Æðey hefur frá fornu fari verið stórbýli, enda miklar nytjar af fugli. Þar er talið að hafi orpið 24 tegundir fugla. Í Æðey gerðu Ari sýslumaður í Ögri og hans menn átján spænskum skipbrotsmönnum fyrirsát aðfaranótt 14. október árið 1615 og drápu þá alla. Spánverjarnir höfðu verið sakaðir um þjófnað á búpeningi og rán á skútu á Dynjanda og gerðir réttdræpir samkvæmt konungsúrskurði. Flestir munu hafa verið grýttir til bana við svokallað Gulanef í Æðey, aðrir skotnir á færi á Sandeyri og á sundi þar út af ströndinni.

Á seinni hluta 19. aldar var skyttunni Otúel Vagnssyni (1834-1901) á Berjadalsá stefnt fyrir sýslumann í Æðey fyrir æðarfugladráp. Rósinkar Árnason bóndi í Æðey stefndi Otúel sem var dæmdur til að greiða allháa sekt. Að föllnum dómi segir Rósinkar við Otúel: "Skjóttu nú helvískur, ef þú þorir". Otúel lét ekki segja sér það tvisvar heldur lét skot ríða af sem grandaði sjö æðarkollum á einu bretti. Komst Otúel upp með athæfið því sýslumaður kvaðst vera vitni að því að Rósinkar bæði Otúel að skjót