Hríseyjarhreppur

Hríseyjarhreppur

Hrísey er dropalaga eyja í norðanverðum Eyjafirði sem stendur austur af Dalvík og norðaustur af Árskógssandi.
Eyjan mælist 8,0 km2 að flatarmáli og er næststærsta eyja við Íslandsstrendur á eftir Heimaey. Syðst á eynni er lítið þorp þar sem flestir búa en þar voru fastir íbúar um 180 árið 2003. Hrísey er aðallega þekkt fyrir að vera vinsæll ferðamannastaður og fyrir einu einangrunarstöð gældýra á Íslandi sem nefnist Hvatastaðir.
Hrísey heyrir alfarið undir Akureyrarkaupstað.

Hrísey er aflöng eyja frá norðri til suðurs, rúmlega 7 km löng en 2,5 km breið. Hún er láglend, rís hæst 110 metra yfir sjávarmál, og er vel gróin. Berggrunnur eyjarinnar er blágrýti, um 10 milljón ára gamall. Jarðhiti er í eynni og hitaveita. Borholurnar eru við ströndina um 1 km norðan við þorpið. Í Hrísey eru laugar í flæðarmálinu sem voru um 50°C áður en vinnsla hófst. Við Laugakamb á norðurenda eyjarinnar er laug sem fer á kaf í flóði, hitinn þar er yfir 60°C.

Samfelld byggð hefur verið í Hrísey allt frá landnámstíð. Hríseyjar-Narfi Þrándarson nam eyna. Hans er getið í Landnámabók og Víga-Glúms sögu. Hrísey heyrði lengst af undir Árskógshrepp en var gerð að sérstökum hreppi, Hríseyjarhreppi, árið 1930 og myndaði upp frá því eigin hreppsnefnd. Hinn 1. ágúst 2004 sameinaðist Hríseyjarhreppur Akureyrarkaupstað að undangenginni atkvæðagreiðslu í báðum sveitarfélögunum 26. júní s.á.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar