Arnarneshreppur

Arnarneshreppur

Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) var hreppur vestan megin í Eyjafirði sem sameinaðist Hörgárbyggð undir nafninu Hörgársveit árið 2010. Hreppurinn var kenndur við bæinn Arnarnes á Galmaströnd. Fyrr á öldum var Arnarneshreppur mun víðlendari, náði yfir alla Árskógsströnd og Þorvaldsdal, en árið 1911 var honum skipt í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi.

Hreppurinn er dreifbýll og byggir aðallega á landbúnaði en lítið þorp er á Hjalteyri þaðan sem útgerð var nokkur á fyrri hluta 20. aldar. Stór síldarverksmiðja var reist þar á þeim tíma en hún hefur staðið ónotuð síðan 1966 fyrir utan að litlum hluta hennar var breitt í samkomusal snemma á 21 öldinni. Í umræðu um mögulegt álver í Eyjafirði hefur verið gert ráð fyrir að það myndi rísa á Dysnesi eða Gilsbakka skammt sunnan Hjalteyrar.

Sameinað sveitarfélag Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar[breyta]
Þann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar síðan samþykkt í kosningum. Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162. Í Arnarneshreppi greiddu 57 atkvæði með sameiningunni og 40 greiddu atkvæði gegn henni. Í Hörgárbyggð greiddu 149 (92%) atkvæði með sameiningunni og 12 (7%) greiddu atkvæði gegn henni. Sameining sveitarfélaganna var því samþykkt og gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 12. júní 2010.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar