Innri-Akraneshreppur

Innri-Akraneshreppur

Innri-Akraneshreppur var hreppur í sunnanverðri Borgarfjarðarsýslu, sunnan megin á Akranesi. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 113. Hreppurinn varð til árið 1885 við skiptingu Akraneshrepps sem ákveðin var í kjölfar þéttbýlismyndunar á Skipaskaga. Kauptúnið þar ásamt næsta nágrenni varð að Ytri-Akraneshreppi og síðar Akraneskaupstað en Innri-Akraneshreppur einkenndist áfram af landbúnaði. Hinn 1. júní 2006 sameinaðist Innri-Akraneshreppur Skilmannahreppi, Leirár- og Melahreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi undir nafninu Hvalfjarðarsveit.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar