Höfðahreppur

Höfðahreppur

Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur. Einn þekktasti íbúi þorpsins er Hallbjörn Hjartarson, oft kallaður kúreki norðursins. Bærinn er einnig kallaður Kántríbær, eftir Hallbirni.

Skagstrendingar voru fyrstir til að fá í flota sinn frystitogara árið 1982, bar hann nafnið Örvar HU-21 og var smíðaður á Akureyri.

Fyrir ofan bæinn stendur fjallið Spákonufell og dregur það nafn sitt af gamalli þjóðsögu um spákonuna Þórdísi. Ef horft er á fjallið úr norðri eða suðri þykjast glöggir sjá andlit Þordísar steingervt í borgina.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar