Reykhólahreppur

Reykhólahreppur

Reykhólahreppur varð til í núverandi mynd árið 1987, með sameiningu allra hreppa Austur-Barðastrandasýslu.
Sveitarfélagið nær nú allt frá Gilsfirði vestur í Kjálkafjörð og hefur innan marka sinna margar eyjanna á Breiðafirði, m.a. Flatey.
Stærð sveitarfélagsins er alls ríflega 1.103 m2 og íbúafjöldinn árið 2008 var 266. Af þeim bjuggu 132 í þorpinu sjálfu, en 134 í dreifbýli.

Reykahólahreppur nær yfir alla Austur-Barðastrandarsýslu og er einungis í rúmlega 200 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 350 km frá Akureyri.

Reykhólar þóttu mikil hlunnindajörð vegna sjávarfangs og æðavarps, en margar eyjar fylgdu einnig jörðinni. Þetta var því eitt af höfuðbólum landsins og bjuggu þar margir höfðingjar og guðorðamenn. Upp úr 1970 myndaðist þorp á Reykhólum og búa þar nú um 120 manns.
Aðal atvinnuvegir í Reykhólahreppi eru tveir.
Annars vegar er það landbúnaður, hins vegar þörungaverksmiðjan sem starfrækt er í þorpinu á Reykhólum og er sú eina sinnar tegundar á landinu.
Verksmiðjan nýtir þaragróðurinn á grunnsævi Breiðafjarðar og jarðhitann til að þurrka þaramjölið, en á svæðinu er jarðhiti, sá mesti á Vestfjörðum.

Reykhólasveit er rómuð fyrir náttúrufegurð og fuglalíf. Þar eru Reykhólar, sögufrægt höfuðból, eitt sinn talin besta bújörð landsins með miklum hlunnindum.
Um 300 eyjar lágu undir jörðina, þar var kornyrkja á miðöldum. Reykhóla er víða getið í fornsögunum. Þar hefur nú myndast þéttbýli og er Þörungavinnslan helsta atvinnufyrirtækið.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar