Til baka

Týnd í rúmlega viku

Frétt af dv.is  |  07.01.2017 18:22
Týnd í rúmlega viku
Andrea Björnsdóttir, annar eigandi Tinnu. Mynd af dv.is
“Sýndist hann keyra hér framhjá mér áðan og hlæja”

Jóhanna María Einarsdóttir
johanna@dv.is

Fyrir um tíu klukkutímum síðar fékk Ágúst Ævar Guðbjörnsson, annar eigandi tíkarinnar Tinnu, skilaboð um að Tinna hefði sést. Í skilaboðunum sem Ágúst birtir á Hundasamfélaginu á facebook segir aðilinn: "Ég sá hana hjá dominos Keflavík , er 99.99 að þetta var hún , reyndi að ná henni en það var ekki séns".

Tíkin Tinna hefur nú verið týnd í 8 daga og er uppi fótur og fit í Hundasamfélaginu á facebook þar sem menn reyna allt sem þeir geta til þess að finna hvutta. Tinna týndist upphaflega í pössun hjá ókunnugri konu sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki látið eigiendur vita samstundis. DV sem og aðrir fréttamiðlar hafa greint frá málinu að undanförnu.

Var að ljúga

Nú er talið að aðilinn sem veitti eigiendum tíkarinnar upplýsingarnar, hafi einfaldlega verið að ljúga. Ekki þykir fyllilega ljóst hvers vegna hann gaf upp rangar upplýsingar, en umtalsverðar fjárhæðir, 300.000 krónur, hafa verið boðnar í fundarlaun handa þeim sem finnur Tinnu. Telja sumir að aðilinn hafi gefið upp staðsetningu á svæði sem Tinna hefur áður sést á og vonast til þess að tíkin fyndist þar, til þess að hljóta fundarlaunin.

Skömmu eftir að Ágúst birti upplýsingarnar um staðsetningu Tinnu á Hundasamfélaginu sagði einn hjálpsamur aðili í nótt: “Ég var þar rétt í þessu, kannski svona 10 mínutum og ég sá ekki neitt.” Klukkustund síðar birti Ágúst skjáskot af samtali sínu við aðilann sem veitti upplýsingarnar um staðsetningu Tinnu.

Samkvæmt upplýsingum átti hún að hafa sést á bílastæði Dominos.
Samkvæmt upplýsingum átti hún að hafa sést á bílastæði Dominos.
Keyrði framhjá og hló

Þá svarar annar hjálpsamur aðili: “Þessi strákur var greinilega að ljúga. Fékk viðvörun um hann í skilaboðum og ég spurði hann hvort hann gæti hitt mig á Dominos planinu. Hann sagðist vera í Rvk en á leið til Kef. Ég sagðist vera hér í nótt og hann sendi mér skilaboð og sagðist vera í Kef. Bað hann um að hitta mig, þá sagðist hann ætla í Voga að sækja hundinn sinn (?), er búin að senda honum nokkrum sinnum skilaboð eftir það og ekkert svar. Sýndist hann keyra hér framhjá mér áðan og hlægja.”

Hundasamfélagið hefur sett á laggirnar ítarlegan leitarhóp til þess að finna Tinnu og barst meðal annars gjöf frá Rúmfatalagernum, sem veitir hópnum vasaljós, vettlinga og sitthvað fleira. Svæðinu sem Tinna hefur sést á hefur þá verið skipt upp í leitarsvæði og vonast er til þess að hún finnist sem fyrst.

Orðinn svo hrikalega langur tími

Rétt um hádegið í dag skrifaði Andrea Björnsdóttir, annar eigandi Tinnu, inn á Hundasamfélagið að hún sé búin að vera að leita stanslaust að Tinnu síðan kl. 14:00 í gær. Hún sé orðin ansi hrædd um að tíkin finnist ekki. Auk þess segist hún vonsvikin yfir því að vísbendingin um að Tinna hefði sést hjá Domino's reyndist vera gabb. Eins og hún orðar það er hún "... orðin ansi ráðþrota og finnst nánast engar áreiðanlegar vísbendingar hafa borist síðan á Gamlársdag. Eða er ég bara orðin svona vonlaus og þreytt? Hvað finnst ykkur? :( Vona svo innilega að við fáum áreiðanlega vísbendingu sem sannar að það sé í lagi með Tinnu.

Sjá þessa frétt og fleira áhugavert á dv.is